|
Ég er komin með vinnu í sumar. Allkavega næstum öruggt. Það er á gistiheimili. Ég ætla samt bara að taka henni ef ég fæ ekki Nordjobb eða Götuleikhúsið. Ef ég fæ Götuleikhúsið þá get ég fengið að vinna þarna aðra hverja helgi. Sem er mjög gott.
Ég hata tölvurnar í skólanum! Ég eyddi heilli kennslustund í að reyna að ná í fæl sem ég þurfti að nota og var á hotmeilinu mínu. En nei. Tölvan þurfti endilega að hafa eitthvað á móti mér. Hún var hæggeng og fraus á víxl. Svo kom eitthvað bug upp, en ég á ekki að afvírusa tölvurnar í skólanum þannig að ég slökkti bara og gafst upp!
Nú ætla ég að gefast upp á þessu líka og fara að spila eða eitthvað ef einhver er í gati.
skrifað af Runa Vala
kl: 09:26
|
|
|